Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í CrossFit, en þeim lauk í kvöld. Annar Íslendingur, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, endaði í þriðja sæti og Tia-Clair Toomey endaði í öðru sæti.
Ragnheiður Sara var með sautján stiga forskot fyrir síðustu umferðirnar af PTTM 1 og PTTM 2, en Katrín Tanja var í öðru sæti. Kara Webb var í þriðja og byrjaði hún PTTM 1 mjög vel og fékk rúmlega 70 stig fyrir PTTM 1.
Í PTTM2 fór Katrín Tanja hins vegar á kostum. Hún rúllaði yfir PTTM 2 og vann hana með níu sekúnda mun - og fékk húns alls 100 stig fyrir.
Það endaði með því að Katrín Tanja vann með 40 stiga mun, en hún endaði með 790 stig. Ragnheiður Sara féll niður í þriðja sætið eftir að hafa fengið 36 stig í síðustu umferðinni, en Tia-Clair Toomey endaði í öðru sæti - sjö stigum á undan Söru.
Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 28. sæti með 353 stig, en hún var í 31. sæti fyrir lokagreinarnar, eða PTTM 1 og PTTM 2.
Hér má fara í beina textalýsingu frá leikunum og beina sjónvarpsútsendingu sem senn fer að ljúka.
