Præst setur pressu á Silfurskeiðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:30 Michael Præst var haldið eftir í myndatöku hjá skoskum ljósmyndurum. vísir/tom Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, vonast til að góð frammistaða Íslandsmeistaranna gegn Celtic á morgun geti kveikt þann neista sem þarf til í liði Garðbæinga. Titilvörn Stjörnunnar hefur verið mikil vonbrigði, en liðið er löngu dottið úr titilbaráttunni og hefur ekki enn unnið heimaleik í Pepsi-deildinni. „Við erum að spila betur og betur og gegn ÍA áttum við klárlega að vinna. Sjálfstraustið er að aukast því við erum allavega ekki að brotna niður eins og við gerðum í byrjun tímabilsins,“ sagði Præst á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Celtic í dag. „Góð úrslit gegn Celtic ættu að geta komið einhverju af stað hjá okkur og við þurfum líka á því að halda. Við þurfum sigra því tímabilið er að hlaupa frá okkur.“Skeiðin þarf að standa undir orðum fyrirliðans.vísir/daníelBestu stuðningsmenn á landinu Hann segir ekki mikinn mun á skoska liðinu og Lech Poznan frá Póllandi sem Stjarnan sló út í annarri umferðinni í fyrra. „Celtic spilar svipað og Poznan. Kantmennirnir leita inn á völlinn og bakverðirnir koma fram. Munurinn á liðunum var Stefan Johannsson. Við þurfum að stöðva hann og það gerðum við stærstan hluta fyrri hálfleiks,“ sagði Præst, en norski landsliðsmaðurinn fór illa með Stjörnuliðið. „Það er erfitt að stöðva gæðaleikmenn eins og hann. Stundum er þetta bara eitt færi eða ein sending sem skiptir öllu. Hann er mjög góður og við þurfum að passa hann.“ Præst talaði Silfurskeiðina, stuðningsmenn Stjörnunnar, mikið upp þegar skoskir blaðamenn spurðu hann um hvernig Stjarnan ætlar að snúa einvíginu sér í hag. Hann treystir á stuðning þeirra. Þeir áttu erfitt með að trúa að stuðningsmenn á jafn litlum velli gætu haft áhrif en aðspurður út í ummæli sín um Silfurskeiðina sagði Michael Præst: „Við erum með góða stuðningsmenn, þá bestu á landinu. Það mun koma þeim öllum á óvart hversu háværir 1.000 stuðningsmenn geta verið.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32