Hvernig slapp Hafsteinn með gult spjald? | Sjáðu atvikið umtalaða í Vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 08:00 KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira