Í færslunni svarar hún því hvort hún sé nokkuð vændiskona, hvort hún sé að ná sér eftir sambandsslit og hvort hún hafi borgað fyrir ferðirnar sínar.
„Ég ferðast ein af því ég get það. Mér finnst ekki gott að hafa fólk með mér og hef ekki þörf fyrir það. Ég hef ekki enn fundið leið til að fría flugmiða út á andlitið mitt í gegnum netið og þó að einhver ógeð hafi boðið mér slíka miða til að koma með þeim þá hef ég ávallt hafnað.“
Síðustu dögum virðist Alyssa hafa varið hérna á Íslandi því hún hefur birt urmul af myndum frá dvöl sinni hér á landi. Að auki heldur hún úti bloggi þar sem hún segir frá reynslu sinni. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ferðalagi hennar.