Cristiano Ronaldo í dulargervi í miðborg Madrid | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2015 08:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015 Spænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Cristiano Ronaldo er einn allra besti og allra frægasti fótboltamaður heimsins í dag og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem fólk þekkir Portúgalann ekki. Ronaldo hefur verið kosinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA undanfarin tvö ár og hefur skorað 313 mörk í 300 leikjum með Real Madrid í öllum keppnum. Ronaldo hefur nú sett inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hann fékk að vera í friði í miðborg Madrid, heimaborgar liðs hans Real Madrid. Cristiano Ronaldo lét reyna á það hvort að hann kæmist upp með það að sýna fótboltakúnstir á götum Madríd án þess að fólk vissi hver hann væri. Til þess þurfti hann auðvitað að skella sér í dulargervi. Það er margt athyglisvert í myndbandinu og meðal annars neitar ein kona að gefa Cristiano Ronaldo símanúmer sitt þegar hann sóttist eftir því. Hún sér eflaust eftir því í dag. Cristiano Ronaldo lék meðal annars í dágóða stund við ungan strák sem fékk að lokum að eiga áritaðan bolta frá honum. Fólk var fljótt að átta sig á því hver Cristiano Ronaldo var þegar hann tók af sér dulargervið og þá voru flest allir gestir miðborgarinnar búnir að umkringja kappann. Cristiano Ronaldo er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með Real Madrid en hann varð þrítugur í febrúar síðastliðnum. Ronaldo var í fréttum um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir að tímabilið sé ekki hafið og hann ekki að spila með Real Madrid í undirbúningsleikjunum. Ronaldo gaf nefnilega umboðsmanni sínum gríska eyju í brúðkaupsgjöf og tók því mjög illa í viðtali þegar hann var spurður út í FIFA-skandalinn. Þetta áhugaverða myndband af þessari tilraun Cristiano Ronaldo má finna hér fyrir neðan.People are going to think that I'm crazy!#LIVELIFELOUDwww.ebay.com/rocPosted by Cristiano Ronaldo on 3. ágúst 2015
Spænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira