Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 23:31 „Það er enginn selur sem kominn er til vits og ára sem myndi reyna þetta, enda of stór, en svona spennufíklar þeir reyna ýmislegt,“ sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir í samtali við fréttastofu um selkópinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Komið hefur í ljós að kópurinn nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. Í myndbandinu hér að ofan er ferð kópsins rakin, hvernig hann hélt rakleiðis að tjörninni í Grasagarðinum og þaðan upp með læknum þangað til að hann endaði á tjaldsvæðinu að lokum. Þegar hann náðist að lokum var honum hent upp í lögreglubíl „eins og hverjum öðrum fanga“ að sögn ferðamannsins sem náði myndskeiði af handtökunni í morgun. Selurinn er nú í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni vegna málsins en hann mun einungis dvelja í Húsdýragarðinum í sumar. Með haustinu mun urtan móðir hans stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og „önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum,“ að sögn Hilmars dýrahirðis. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort selkópurinn víðförli hafi ekki einfaldlega verið að reyna að bjarga lífi sínu. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Það er enginn selur sem kominn er til vits og ára sem myndi reyna þetta, enda of stór, en svona spennufíklar þeir reyna ýmislegt,“ sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir í samtali við fréttastofu um selkópinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Komið hefur í ljós að kópurinn nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. Í myndbandinu hér að ofan er ferð kópsins rakin, hvernig hann hélt rakleiðis að tjörninni í Grasagarðinum og þaðan upp með læknum þangað til að hann endaði á tjaldsvæðinu að lokum. Þegar hann náðist að lokum var honum hent upp í lögreglubíl „eins og hverjum öðrum fanga“ að sögn ferðamannsins sem náði myndskeiði af handtökunni í morgun. Selurinn er nú í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni vegna málsins en hann mun einungis dvelja í Húsdýragarðinum í sumar. Með haustinu mun urtan móðir hans stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og „önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum,“ að sögn Hilmars dýrahirðis. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort selkópurinn víðförli hafi ekki einfaldlega verið að reyna að bjarga lífi sínu.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13