Ásgerður: Nú er maður þakklátur fyrir níu mánaða undirbúningstímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2015 19:44 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira