Gunnar fær líklegast bara einn bardaga til viðbótar í ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Gunnar í bardaganum gegn Brandon Thatch. Vísir/Getty Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir allar líkur á að Gunnar muni aðeins berjast einu sinni til viðbótar á árinu. Markmiðið hafi verið að ná tveimur bardögum en tíminn sé einfaldlega að renna út. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Gunnar vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas en Gunnar var þar að þreyta frumraun sína í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi stimplað sig með látum inn á bandaríska markaðinn en hann hengdi Thatch í fyrstu lotu. Haraldur staðfesti að markmiðið hefði verið að berjast tvisvar til viðbótar og að draumurinn væri að berjast fyrst í Dublin og síðar meir í Las Vegas á bardagakvöldi Conors.Gunnar langaði í þrjá bardaga á árinu „Gunnar vildi helst berjast tvisvar til viðbótar í ár, hann langaði að ná þremur bardögum á þessu ári en því miður er afar lítið sem bendir til þess að það náist. Hugmyndin var að hann myndi berjast í Dublin og ef allt gengi að óskum þar myndi hann berjast í öðrum bardaga í lok ársins. Það var ekki búið að staðfesta bardaga Conors og Aldo á þeim tíma en eftir að það kom í ljós þá er náttúrulega eftirsóknarvert að vera þar.“ Haraldur tók undir orð Jóns Viðars Arnþórssonar sem sagði í viðtali við mmafréttir sem sagði á dögunum að það væri erfitt að finna mótherja fyrir kvöldið í Dublin en Gunnar stefndi að því að berjast gegn aðila í efstu tíu sætum styrkleikalistans. „Það er ekki kominn neinn andstæðingur fyrir Dublin og það er ekkert sem við erum með fast í hendi þar. Það lítur ekki of vel út eins og staðan er í dag. Það er búið að leggja til nokkra andstæðinga en við erum að reyna að horfa á efstu tíu mennina fyrir næsta bardaga.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Gunnar Nelson berst næst í Dyflinni Verður næst á UFC-heimavelli sínum á Írlandi þar sem hann er elskaður sem fóstursonur landsins. 13. júlí 2015 07:00
Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40