Maria Sharapova tekjuhæsta íþróttakona heimsins árið 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Maria Sharapova, tekjuhæsta íþróttakona heimsins 2015. Vísir/getty Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir. Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir.
Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira