Árásin var vegna skuldar Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2015 09:30 Geno Smith í leik með Jets á síðasta tímabili. Vísir/Getty Árásin sem Geno Smith, leikstjórnandi New York Jets, varð fyrir í gær var vegna skuldar hans eftir að Geno Smith stóð ekki við loforð sín um að mæta í æfingarbúðir IK Enemkpali, leikmannsins sem kýldi Smith. Enemkpali keypti flugmiða fyrir Smith en leikstjórnandinn lét ekki sjá sig og vildi varnarmaðurinn því fá endurgreitt. Málið hefur vakið mikla athygli Vestanhafs en talið var að tímabilið sem hefst eftir fjórar vikur væri síðasta tækifæri Smiths sem valinn var með 39. valrétt í nýliðavalinu árið 2013. Hefur honum ekki tekist að hrífa stuðningsmenn né forráðamenn liðsins fyrstu tvö tímabil sín í herbúðum Jets en hann var settur á bekkinn á miðju tímabili í stað hins 35 árs gamla Michael Vick á síðasta ári. Enemkpali borgaði fyrir flugmiða Smiths til þess að hann gæti komið og hitt unga aðdáendur í æfingarbúðum hans en leikstjórnandinn tjáði að hann gæti ekki mætt vegna þess að hann væri að heimsækja bróðir sinn á spítala. Leiddi það til þess að Enemkpali réðst á Smith í búningsklefanum í gær og braut kjálka Smiths á tveimur stöðum. Samkvæmt miðlum erlendis var um 600 dollara að ræða eða tæplega 80.000 íslenskar krónur. Enemkpali var leystur undan samningi hjá New York Jets undir eins en hann var valinn í nýliðavalinu á síðasta ári. Lék hann aðeins í sex leikjum fyrir liðið áður en hann var leystur undan samningi. NFL Tengdar fréttir Kjálkabraut liðsfélaga sinn Ótrúlegt atvik átti sér stað í búningsklefa NY Jets í dag. 11. ágúst 2015 18:31 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Árásin sem Geno Smith, leikstjórnandi New York Jets, varð fyrir í gær var vegna skuldar hans eftir að Geno Smith stóð ekki við loforð sín um að mæta í æfingarbúðir IK Enemkpali, leikmannsins sem kýldi Smith. Enemkpali keypti flugmiða fyrir Smith en leikstjórnandinn lét ekki sjá sig og vildi varnarmaðurinn því fá endurgreitt. Málið hefur vakið mikla athygli Vestanhafs en talið var að tímabilið sem hefst eftir fjórar vikur væri síðasta tækifæri Smiths sem valinn var með 39. valrétt í nýliðavalinu árið 2013. Hefur honum ekki tekist að hrífa stuðningsmenn né forráðamenn liðsins fyrstu tvö tímabil sín í herbúðum Jets en hann var settur á bekkinn á miðju tímabili í stað hins 35 árs gamla Michael Vick á síðasta ári. Enemkpali borgaði fyrir flugmiða Smiths til þess að hann gæti komið og hitt unga aðdáendur í æfingarbúðum hans en leikstjórnandinn tjáði að hann gæti ekki mætt vegna þess að hann væri að heimsækja bróðir sinn á spítala. Leiddi það til þess að Enemkpali réðst á Smith í búningsklefanum í gær og braut kjálka Smiths á tveimur stöðum. Samkvæmt miðlum erlendis var um 600 dollara að ræða eða tæplega 80.000 íslenskar krónur. Enemkpali var leystur undan samningi hjá New York Jets undir eins en hann var valinn í nýliðavalinu á síðasta ári. Lék hann aðeins í sex leikjum fyrir liðið áður en hann var leystur undan samningi.
NFL Tengdar fréttir Kjálkabraut liðsfélaga sinn Ótrúlegt atvik átti sér stað í búningsklefa NY Jets í dag. 11. ágúst 2015 18:31 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Kjálkabraut liðsfélaga sinn Ótrúlegt atvik átti sér stað í búningsklefa NY Jets í dag. 11. ágúst 2015 18:31