Vill að Garðabær taki á móti flóttafjölskyldum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2015 14:02 Málið er enn á frumstigi. vísir/sigurjón Bæjarfulltrúi Bjartar framtíðar í Garðabæ hefur lagt fram tillögu þess efnis að bærinn veiti flóttamönnum viðtöku. Tillagan var lögð fram á fundi bæjarráðs í gær og „lýsir bæjarráð yfir áhuga á málinu og felur bæjarstjóra að ræða við félagsmálaráherra um hugsanlegan stuðning bæjarins við móttöku flóttamanna“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. „Líkt og svo mörgu öðru í bæjarráði var tillögunni vísað áfram til bæjarstjóra sem ákveður á eigin forsendum hvað hann gerir,“ segir Guðrún Elín Herbertsdóttir. Guðrún er varamaður í bæjarráði en sat fundinn í gær í stað Halldórs Jörgenssonar og hún lagði málið til. „Tillagan fékk ágætis hljómgrunn í ráðinu en svo sjáum við hvað setur.“Guðrún Elín Herbertsdóttir er flutningsmaður tillögunnar.Að sögn Guðrúnar er málið enn á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um hverjar niðurstöðurnar verði úr samræðum við félagsmálaráðuneytið og nærliggjandi sveitafélög. Verði niðurstöður viðræðnanna jákvæðar gæti Garðabær orðið annað sveitarfélagið sem lýsir því yfir að það vilji taka á móti flóttamönnum en það gerði Akureyrarbær í síðustu viku. „Vonandi fer þetta sem fyrst í vinnslu og við í Bjartri framtíð munum ýta á eftir því,“ segir Guðrún og bætir við að í gegnum tíðina hafi stemningin í Garðabæ svolítið verið á þann veg að þeim sem minna mega sín hafi verið vísað annað. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að félagslegu íbúðir bæjarfélagsins eru staðsettar á Reykjanesinu. „En það er vonandi að það sé að verða breyting á því.“ Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin að Ísland myndi taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fjölskyldurnar sem koma til landsins eru frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu. Rúmlega 283.000 flóttamenn komu til ríkja Evrópusambandsins í fyrra. Stærstur hluti þeirra kom frá löndum í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. „Stjórnvöld hafa einhverja formúlu á bak við þetta þannig mig grunar að talan fimmtíu sé ekki út í loftið,“ segir Guðrún. Aðspurð um hver stóran hluta flóttamannanna hún myndi vilja sjá koma í Garðabæ segir hún að „það fari auðvitað eftir kostnaði en um fimm fjölskyldur ætti að geta gengið.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, vill koma því á framfæri að það sé þvaður að Garðabær eigi félagslegar íbúðir staðsettar á Reykjanesi og honum þyki dapurlegt að bæjarfulltrúi haldi slíku fram. Einnig sé firra að bærinn vísi þeim sem minna mega sín annað. Hvað tillöguna sjálfar varðar þá átti hann fund með félagsmálaráðherra í dag vegna annars máls og nefndi komu flóttafólksins í lok fundarins. Málið sé á algjöru frumstigi. Flóttamenn Tengdar fréttir Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. 5. ágúst 2015 13:56 Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13 Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum. 19. ágúst 2015 07:00 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bæjarfulltrúi Bjartar framtíðar í Garðabæ hefur lagt fram tillögu þess efnis að bærinn veiti flóttamönnum viðtöku. Tillagan var lögð fram á fundi bæjarráðs í gær og „lýsir bæjarráð yfir áhuga á málinu og felur bæjarstjóra að ræða við félagsmálaráherra um hugsanlegan stuðning bæjarins við móttöku flóttamanna“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. „Líkt og svo mörgu öðru í bæjarráði var tillögunni vísað áfram til bæjarstjóra sem ákveður á eigin forsendum hvað hann gerir,“ segir Guðrún Elín Herbertsdóttir. Guðrún er varamaður í bæjarráði en sat fundinn í gær í stað Halldórs Jörgenssonar og hún lagði málið til. „Tillagan fékk ágætis hljómgrunn í ráðinu en svo sjáum við hvað setur.“Guðrún Elín Herbertsdóttir er flutningsmaður tillögunnar.Að sögn Guðrúnar er málið enn á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um hverjar niðurstöðurnar verði úr samræðum við félagsmálaráðuneytið og nærliggjandi sveitafélög. Verði niðurstöður viðræðnanna jákvæðar gæti Garðabær orðið annað sveitarfélagið sem lýsir því yfir að það vilji taka á móti flóttamönnum en það gerði Akureyrarbær í síðustu viku. „Vonandi fer þetta sem fyrst í vinnslu og við í Bjartri framtíð munum ýta á eftir því,“ segir Guðrún og bætir við að í gegnum tíðina hafi stemningin í Garðabæ svolítið verið á þann veg að þeim sem minna mega sín hafi verið vísað annað. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að félagslegu íbúðir bæjarfélagsins eru staðsettar á Reykjanesinu. „En það er vonandi að það sé að verða breyting á því.“ Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin að Ísland myndi taka á móti fimmtíu flóttamönnum til að létta á miklum straumi flóttamanna til Grikklands og Ítalíu. Fjölskyldurnar sem koma til landsins eru frá Sýrlandi, Eritreu, Írak og Sómalíu. Rúmlega 283.000 flóttamenn komu til ríkja Evrópusambandsins í fyrra. Stærstur hluti þeirra kom frá löndum í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. „Stjórnvöld hafa einhverja formúlu á bak við þetta þannig mig grunar að talan fimmtíu sé ekki út í loftið,“ segir Guðrún. Aðspurð um hver stóran hluta flóttamannanna hún myndi vilja sjá koma í Garðabæ segir hún að „það fari auðvitað eftir kostnaði en um fimm fjölskyldur ætti að geta gengið.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, vill koma því á framfæri að það sé þvaður að Garðabær eigi félagslegar íbúðir staðsettar á Reykjanesi og honum þyki dapurlegt að bæjarfulltrúi haldi slíku fram. Einnig sé firra að bærinn vísi þeim sem minna mega sín annað. Hvað tillöguna sjálfar varðar þá átti hann fund með félagsmálaráðherra í dag vegna annars máls og nefndi komu flóttafólksins í lok fundarins. Málið sé á algjöru frumstigi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. 5. ágúst 2015 13:56 Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13 Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum. 19. ágúst 2015 07:00 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. 5. ágúst 2015 13:56
Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13
Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum. 19. ágúst 2015 07:00
Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59