Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 19:15 ESB Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika
ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38
Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00
Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15