Sigurmark í framlengingu Úlfur Karlsson skrifar 25. ágúst 2015 11:46 Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun