Einvígi góðs og ills í Fuglahreiðrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2015 06:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Usain Bolt hefur verið fljótasti maður heims í sjö ár og stefnir enn á ný á toppinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Peking í Kína í dag. Bolt sló í gegn í Fuglahreiðrinu í Peking árið 2008 þegar hann vann þrjú gull og setti þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking. Nú mætir þessi eldfljóti 29 ára gamli Jamaíkamaður aftur á staðinn þar sem hann heillaði heiminn upp úr skónum í ágústmánuði fyrir sjö árum. Usain Bolt hélt upp á afmælið sitt í gær og það er óhætt að segja að afmælismánuðurinn hafi gefið honum gull og græna skóga síðustu árin enda fara stórmótin í frjálsum vanalega fram á þessum tíma. Bolt hefur alls unnið 14 gull á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum frá 2008 og hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Það mun hins vegar reyna á kappann að þessu sinni enda ein stór hindrun á gullinni braut hans. Það bíða nefnilega margir spenntir eftir einvígi Usains Bolt við Justin Gatlin sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi á ferlinum en er nú kominn aftur betri en nokkurn tíma. Þetta einvígi hefur verið sett upp sem einvígi góðs og ills enda stærsta stjarnan að glíma við einn af svörtu sauðunum. Bolt hefur ekki tapað í 100 og 200 metra hlaupi á stórmóti frá ÓL 2008 fyrir utan það þegar hann þjófstartaði á HM 2011 en Bandaríkjamaðurinn Gatlin hefur ekki tapað í 27 hlaupum í röð og hefur hlaupið á 9,74 sekúndum á þessu tímabili. Gatlin hefur því hlaupið hraðar en Bolt á þessu ári og það verður því spenna í loftinu þegar ræst verður í úrslitahlaupið á morgun klukkan 13.15 að íslenskum tíma.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira