Sigursteinn: Leystu verkefnið eins og sannir sigurvegarar Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. ágúst 2015 13:38 Íslensku strákarnir. Vísir/Facebook-síða mótsins „Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
„Ég er bara ljómandi góður eftir þennan leik, það var þung stemming í gær eftir tapið en það var mikil ánægja í klefanum áðan,“ sagði Sigursteinn Arndal, aðstoðarþjálfari íslenska U19 árs landsliðsins í handbolta, sæll er Vísir heyrði í honum í Rússlandi. „Við ætluðum okkur í úrslitin en strákarnir svöruðu fyrir gærdaginn hérna áðan. Þeir voru mjög einbeittir á þetta verkefni og þeir leystu það frábærlega.“ Strákarnir lentu í erfiðum riðli en töpuðu aðeins einum leik á mótinu. „Við komum úr neðsta styrkleikaflokki í riðlakeppnina en náum að vinna riðilinn og um leið og þú kemst í útslattarkeppni stefniru alltaf einu lengra,“ sagði Sigursteinn sem var ánægður með stuðninginn frá Íslandi. „Strákarnir voru ánægðir að sjá allan stuðninginn en á sama tíma meðvitaðir að það væri aukin pressa á þeim. Það var hluti af undirbúningnum í dag að rifja það upp að eftir tuttugu sigurleiki í röð væru margir spenntir fyrir því að sjá viðbrögð liðsins eftir tapleik en þeir leystu það eins og sannir sigurvegarar.“ Sigurinn í dag var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. Komst munurinn þegar mest var upp í átta mörk en spænska liðið komst um tíma hvorki lönd né strönd gegn íslensku vörninni. „Leikurinn í dag minnti á margan hátt á leikinn gegn Slóvenum í gær. Við spiluðum frábæra vörn í 45 mínútur í gær en náðum að gera það allan leikinn í dag. Þetta er í þriðja sinn sem við mætum bronshöfunum frá síðasta EM, Spánverjum á síðasta mánuði og við höfum unnið alla leikina.“ Sigursteinn var afar stoltur af því hvernig strákarnir brugðust við tapinu í gær. „Þetta er einstakur hópur, þeir taka ótrúlega vel allir tilsögnum og vinnusemin í þessum strákum er til fyrirmyndar. Það er ofsalega gaman að þjálfa svona góða stráka sem eru með markmið og gefa allt í að reyna að ná þeim,“ sagði Sigursteinn en liðið hefur eytt stærstum hluta sumarsins saman að æfa til undirbúnings fyrir mótið. „Þetta brýnir þá vonandi bara meir fyrir næstu verkefni því við getum ennþá bætt okkur og náð betri árangri.“ Sigursteinn sem sagði að það yrði fagnað eitthvað á eftir en liðið flýgur heim í nótt. „Við ætlum að njóta kvöldsins saman og svo erum við á förum klukkan tvö í nótt. Við fáum okkur vel að borða og njóta stundarinnar í kvöld en fyrst mætum við á verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleikinn.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 26-22 Spánn | Strákarnir nældu í bronsið í Rússlandi Ísland vann öruggan sigur á Spánverjum í leiknum upp á bronsið á heimsmeistaramóti u19 í handbolta í dag. Sigurinn var afar sannfærandi en íslenska liðið leiddi frá fyrstu mínútu. 20. ágúst 2015 09:35