Átjánda umferð Pepsi-deildarinnar kláraðist í gærkvöldi þegar sex leikir fóru fram, en að vanda var umferðin gerð upp í Pepsi-mörkunum í gær.
Hörður Magnússon var með sérfræðingana Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson með sér að þessu sinni til að gera upp þessa spennandi umferð þar sem línurnar skýrðust heldur betur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Eins og alltaf sýnir Vísir styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum daginn eftir frumsýningu og má sjá nýjasta þáttinn hér að ofan. Þar má sjá öll mörkin í umferðinni.
