Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Sveinn Arnarsson skrifar 9. september 2015 07:00 Erfiðlega hefur gengið að hefja framkvæmdir við ferðamannastaði. vísir/gva Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira