Lesbos er á barmi þess að springa Stefán Óli Jónsson skrifar 7. september 2015 23:41 Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar. Vísir/EPA Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00
Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09
Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19
Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42