Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2015 08:00 Á lestarstöðinni Keleti í Búdapest hefur fjöldi flóttafólks þurft að vera síðustu daga. Myndin er tekin á lestarstöðinni í gær. Fólkið er fullt af ótta að sögn Höskuldar Kára Schram fréttamanns sem staddur er í Búdapest. vísir/björn einarsson „Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“ Flóttamenn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
„Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“
Flóttamenn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira