Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:00 Gunnar í búrinu í MGM Grand Garden Arena. Hann verður þar aftur í desember. vísir/getty Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er hinn magnaði Brasilíumaður, Damian Maia. Sá er að verða 38 ára í næsta mánuði en þrátt fyrir aldurinn er hann enn einn sá besti. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch eftirminnilega í júlí. Maia er gríðarlega reynslumikill. Búinn að keppa 27 sinnum í UFC og hefur unnið 21 bardaga og aðeins tapað sex sinnum. Þessi sex töp eru ekki gegn neinum smá mönnum heldur gegn Rory McDonald, Jake Shields, Chris Weidman, Mark Munoz, Anderson Silva og Nate Marquardt.Maia á leið í hringinn í sínum síðasta bardaga.vísir/gettyLoksins bardagi gegn manni á topp tíu Hann er í sjötta sæti á styrkleikalista UFC en Gunnar er í ellefta sæti. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars við mann á topp tíu listanum en Gunnar hefur lengi kallað eftir því að fá að keppa við þá allra bestu. UFC hefur nú svarað kalli okkar manns. Það sem gerir þessa viðureign enn meira spennandi en ella er að þarna mætir Gunnar manni sem er stórkostlegur í gólfinu en þar hefur Gunnar alltaf haft mikla yfirburði.SSjá einnig: Gunnar: Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga „Hann er af mörgum talinn vera besti gólfglímumaðurinn í UFC. Hann er margfaldur heims- og heimsbikarmeistari í jiu jitsu. Hann er Suður-Ameríkumeistari og Brasilíumeistari. Hann er búinn að vinna þetta allt saman. Gunni hefur alltaf sagt að það yrði synd ef hann myndi aldrei keppa við Maia af því hann er svo svakalega góður í gólfinu. Gunna langar alveg rosalega að keppa við hann," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. „Hann er goðsögn í jiu jitsu heiminum og gríðarlega reyndur. Hann var áður í millivigtinni og keppti þá við Anderson Silva um titilinn þar. Þar tapaði hann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Silva er sigursælasti bardagamaðurinn í millivigtinni í sögu UFC. Hann varði titilinn tíu sinnum."Maia á vigtinni.vísir/gettyMaia hefur aldrei verið stöðvaður Eftir að hafa gert góða hluti í millivigtinni ákvað Maia að fara niður í veltivigtina þar sem hann hefur haldið áfram að láta að sér kveða. Hann er búinn að vinna þrjá bardaga í röð gegn sterkum andstæðingum en tapaði þar á undan tveim í röð. Þar á meðal gegn Kanadamanninum Rory McDonald sem lenti í ótrúlegum bardaga gegn Robbie Lawler um titilinn í Las Vegas í sumar. „Maia hefur aldrei verið hengdur í bardaga og aldrei stöðvaður í veltivigtinni. Maia tók meðal annars Rick Story í fyrstu lotu," segir Haraldur en eins og Íslendingar ættu að muna kom eina tap Gunnars á ferlinum í bardaga gegn Story í Stokkhólmi. Frumraun Gunnars í Bandaríkjunum í sumar var á stærsta kvöldi í sögu UFC. Þetta kvöld í desember verður stærra enda mun Conor McGregor þá loksins keppa við Jose Aldo. Einnig munu Chris Weidman og Luke Rockhold keppa um titilinn í millivigtinni. „Þeir segja að þetta kvöld verði stærra og margt sem bendir til þess. Það má í það minnsta lofa rosalegu kvöldi þarna í MGM Grand." Kvöldið verður að sjálfsögu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Það má fara að telja niður í þessa veislu. MMA Tengdar fréttir Conor og Dana gáfu Gunnari Harley Davidson í afmælisgjöf Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi, átti afmæli þann 28. júlí, en fékk í dag Harley Davidson mótorhjól frá nokkrum vel þekktum einstaklingum innan UFC-heimsins í gjöf. 15. ágúst 2015 12:34 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er hinn magnaði Brasilíumaður, Damian Maia. Sá er að verða 38 ára í næsta mánuði en þrátt fyrir aldurinn er hann enn einn sá besti. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch eftirminnilega í júlí. Maia er gríðarlega reynslumikill. Búinn að keppa 27 sinnum í UFC og hefur unnið 21 bardaga og aðeins tapað sex sinnum. Þessi sex töp eru ekki gegn neinum smá mönnum heldur gegn Rory McDonald, Jake Shields, Chris Weidman, Mark Munoz, Anderson Silva og Nate Marquardt.Maia á leið í hringinn í sínum síðasta bardaga.vísir/gettyLoksins bardagi gegn manni á topp tíu Hann er í sjötta sæti á styrkleikalista UFC en Gunnar er í ellefta sæti. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars við mann á topp tíu listanum en Gunnar hefur lengi kallað eftir því að fá að keppa við þá allra bestu. UFC hefur nú svarað kalli okkar manns. Það sem gerir þessa viðureign enn meira spennandi en ella er að þarna mætir Gunnar manni sem er stórkostlegur í gólfinu en þar hefur Gunnar alltaf haft mikla yfirburði.SSjá einnig: Gunnar: Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga „Hann er af mörgum talinn vera besti gólfglímumaðurinn í UFC. Hann er margfaldur heims- og heimsbikarmeistari í jiu jitsu. Hann er Suður-Ameríkumeistari og Brasilíumeistari. Hann er búinn að vinna þetta allt saman. Gunni hefur alltaf sagt að það yrði synd ef hann myndi aldrei keppa við Maia af því hann er svo svakalega góður í gólfinu. Gunna langar alveg rosalega að keppa við hann," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. „Hann er goðsögn í jiu jitsu heiminum og gríðarlega reyndur. Hann var áður í millivigtinni og keppti þá við Anderson Silva um titilinn þar. Þar tapaði hann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Silva er sigursælasti bardagamaðurinn í millivigtinni í sögu UFC. Hann varði titilinn tíu sinnum."Maia á vigtinni.vísir/gettyMaia hefur aldrei verið stöðvaður Eftir að hafa gert góða hluti í millivigtinni ákvað Maia að fara niður í veltivigtina þar sem hann hefur haldið áfram að láta að sér kveða. Hann er búinn að vinna þrjá bardaga í röð gegn sterkum andstæðingum en tapaði þar á undan tveim í röð. Þar á meðal gegn Kanadamanninum Rory McDonald sem lenti í ótrúlegum bardaga gegn Robbie Lawler um titilinn í Las Vegas í sumar. „Maia hefur aldrei verið hengdur í bardaga og aldrei stöðvaður í veltivigtinni. Maia tók meðal annars Rick Story í fyrstu lotu," segir Haraldur en eins og Íslendingar ættu að muna kom eina tap Gunnars á ferlinum í bardaga gegn Story í Stokkhólmi. Frumraun Gunnars í Bandaríkjunum í sumar var á stærsta kvöldi í sögu UFC. Þetta kvöld í desember verður stærra enda mun Conor McGregor þá loksins keppa við Jose Aldo. Einnig munu Chris Weidman og Luke Rockhold keppa um titilinn í millivigtinni. „Þeir segja að þetta kvöld verði stærra og margt sem bendir til þess. Það má í það minnsta lofa rosalegu kvöldi þarna í MGM Grand." Kvöldið verður að sjálfsögu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Það má fara að telja niður í þessa veislu.
MMA Tengdar fréttir Conor og Dana gáfu Gunnari Harley Davidson í afmælisgjöf Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi, átti afmæli þann 28. júlí, en fékk í dag Harley Davidson mótorhjól frá nokkrum vel þekktum einstaklingum innan UFC-heimsins í gjöf. 15. ágúst 2015 12:34 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Conor og Dana gáfu Gunnari Harley Davidson í afmælisgjöf Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi, átti afmæli þann 28. júlí, en fékk í dag Harley Davidson mótorhjól frá nokkrum vel þekktum einstaklingum innan UFC-heimsins í gjöf. 15. ágúst 2015 12:34
Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40