Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2015 17:49 Tveir sýrlenskir drengir í flóttamannabúðum nærri borginni Aleppo í Sýrlandi. vísir/getty Uppistandskvöld verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en allur aðgangseyririnn sem kemur í kassann mun renna til neyðarsöfnunar Unicef vegna aðgerða samtakanna í Sýrlandi og nágrannalöndum. Eins og kunnugt er hafa milljónir Sýrlendinga þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað í fjögur og hálft ár. „Það eru alls 5,5 milljónir barna á flótta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef, í samtali við Vísi. Þar af eru tvær milljónir á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands en 3,5 milljónir barna eru á vergangi innan Sýrlands.Neyðarsöfnun Unicef hefur verið í gangi með hléum frá árinu 2012. Síðastliðinn föstudag fór fólk að hafa samband við samtökin og spyrjast fyrir um hvað væri hægt að gera til að hjálpa sýrlensku flóttafólki strax, en eins og kunnugt er hefur átt sér stað mikil vitundarvakning á meðal Íslendinga síðustu daga um aðstæður flóttafólks. „Bara síðan á föstudaginn hafa komið inn rúmar fjórar milljónir,“ segir Sigríður. Hún segir margar leiðir færar svo aðstoða megi flóttafólk og að styrkja aðgerðir Unicef sé ein þeirra. Samtökin séu þakklát öllum þeim sem leggi þeim lið en grínistarnir sem koma fram á Húrra í kvöld höfðu frumkvæði að því að láta aðgangseyri kvöldsins renna til Unicef. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að bregðast mikið við því það er hægt að gera svo margt, bæði með því að bjóða flóttafólk velkomið hingað til og styrkja þær aðgerðir sem eru í gangi úti. Það er auðvitað mikilvægt að gera bæði.“ Uppistandið á Húrra hefst klukkan 21 í kvöld, það kostar 1000 krónur inn og þeir sem fram koma eru Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia. Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Uppistandskvöld verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en allur aðgangseyririnn sem kemur í kassann mun renna til neyðarsöfnunar Unicef vegna aðgerða samtakanna í Sýrlandi og nágrannalöndum. Eins og kunnugt er hafa milljónir Sýrlendinga þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað í fjögur og hálft ár. „Það eru alls 5,5 milljónir barna á flótta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef, í samtali við Vísi. Þar af eru tvær milljónir á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands en 3,5 milljónir barna eru á vergangi innan Sýrlands.Neyðarsöfnun Unicef hefur verið í gangi með hléum frá árinu 2012. Síðastliðinn föstudag fór fólk að hafa samband við samtökin og spyrjast fyrir um hvað væri hægt að gera til að hjálpa sýrlensku flóttafólki strax, en eins og kunnugt er hefur átt sér stað mikil vitundarvakning á meðal Íslendinga síðustu daga um aðstæður flóttafólks. „Bara síðan á föstudaginn hafa komið inn rúmar fjórar milljónir,“ segir Sigríður. Hún segir margar leiðir færar svo aðstoða megi flóttafólk og að styrkja aðgerðir Unicef sé ein þeirra. Samtökin séu þakklát öllum þeim sem leggi þeim lið en grínistarnir sem koma fram á Húrra í kvöld höfðu frumkvæði að því að láta aðgangseyri kvöldsins renna til Unicef. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að bregðast mikið við því það er hægt að gera svo margt, bæði með því að bjóða flóttafólk velkomið hingað til og styrkja þær aðgerðir sem eru í gangi úti. Það er auðvitað mikilvægt að gera bæði.“ Uppistandið á Húrra hefst klukkan 21 í kvöld, það kostar 1000 krónur inn og þeir sem fram koma eru Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40
Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23