Hefði verið eðlilegt að byrja á réttum enda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 22:01 Kjartan Magnússon sat einn hjá við atkvæðagreiðsluna um móttöku flóttamanna. Vísir/ANton/Getty Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur. Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur.
Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15
Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19
Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24