Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2015 15:24 Sveinbjörg Birna telur brýnna að huga að bágstöddum öldruðum Íslendingum en því að taka á móti flóttafólki. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna (og flugvallarvina) í Reykjavíkurborg telur talsvert mikilvægara að huga að aðbúnaði aldraðra Íslendinga en því að taka á móti erlendu flóttafólki. Hún flutti ræðu nú á borgarstjórnarfundi þar sem verið er að ræða málefni flóttafólks og hvað borgaryfirvöld geti lagt af mörkum í þeim efnum. Strax eftir ræðu sína, þar sem hún benti á mikilvægi þess að skoða allar hliðar málsins eins og til að mynda kostnað sem er samfara því að taka á móti flóttafólki, skaut hún inn niðurlagi hennar á Facebookvegg sinn, svohljóðandi: „Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir stuðningi (þörf á stuðningsfjölskyldum, liðveislu, tilsjón og fleira.) Þeir sem vilja virkja kærleikann og hjartahlýjuna strax geta boðið sig fram í það verkefni og afsalað sér endurgjaldi fyrir. Það geri ég hér og nú.“Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Ljóst er að Sveinbjörgu Birnu hefur verið órótt undir umræðu sem hefur verið efst á baugi á Íslandi undanfarna daga, varðandi ógnarástandið í Sýrlandi og þá að Íslendingar taki á móti flóttafólki þaðan. Þegar umræðan reis sem hæst á sunnudag sagði Sveinbjörg Birna á Facebooksíðu sinni: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“ Vísir reyndi þá að ná í oddvita Framsóknarflokksins í borginni, til að inna hana eftir því til hvers hún væri nákvæmlega að vísa, en án árangurs. Með ræðu sinni nú fyrir stundu ætti það þó að liggja fyrir: Sveinbjörg Birna telur að Íslendingar ættu að líta sér nær.Tillaga borgarstjórnarUmræðuefni borgarstjórnar nú er tillaga um viðræður við ríkisvaldið um móttöku flóttafólks, svohljóðandi: Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. ...Uppfært 16:36 Eftir að frétt þessi birtist setti Sveinbjörg Birna sig í samband við blaðamann og telur ekki nákvæmlega greint frá efni ræðu sinnar í púlti borgarstjórnar, og henni séu gerðar upp tilfinningar. Hún leggur áherslu á að ekki sé forgangsraðað, heldur þurfi að huga að öllum þáttum málsins. Hún setti svo þessi ummæli inn á Facebooksíðu sína sem viðbrögð við fréttinni og er blaðamanni ljúft og skylt að láta þau fylgja sögunni, enda hefur Vísir ekki áhuga á öðru en greina rétt frá, eins og kostur er:Hjartahlýja Íslendinga „Ég geri þá kröfu að mér séu ekki lögð orð í munn eða gerðar upp tilfinningar. Það er miður að blaðamaðurinn sé að gera mér upp tilfinningar um að mér hafi verið órótt undir umræðu um flóttamenn þessa helgi,“ segir Sveinbjörg Birna, og heldur svo áfram: „Mér var fullkunnugt um að það væri áhætta að fara upp í ræðustól í borgarstjórn í dag og ræða málin, en ég gerði það samt. Ég talaði um náungakærleik, um hjálpfýsi og hjartahlýju Íslendinga, ég talaði um kristin gildi, ég talaði um að við virðum mannslifið umfram allt annað og látum okkur þykja vænt um náungann. Ég talaði um að við þurfum að horfa til einstaklinga, barna og fjölskyldna. Að við þurfum að horfa til velferðarmála, kostnaðar, húsnæðismála og áskorun sveitafélaga, ríkisins og frjálsra félagasamtaka um að finna leiðir. Ég talaði um að stjórnmálaflokkar þyrftu allir að marka sér ítarlega stefnu í innflytjendamálum, því málefnið sé ekki að yfirgefa okkur þó svo að við hjálpum fólki. Ég hvatti fólk til að virkja strax kærleikann og aðstoða fjölskyldur (sem eru bæði íslenskar og erlendar) sem þurfa stuðning við hjá Velferðarsviði Reykjavikur og ég endaði ræðuna mína á tilvísun úr Spámanninum þar sem segir: "Til eru þeir sem gefa lítið af næktum sínum og þeir gefa til að láta þakka sér og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina" - þeir taka það til sín sem eiga það, en ég vona að við finnum sameiginlega lausn á vandanum til heilla fyrir land og þjóð.“Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista í...Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on 1. september 2015 Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna (og flugvallarvina) í Reykjavíkurborg telur talsvert mikilvægara að huga að aðbúnaði aldraðra Íslendinga en því að taka á móti erlendu flóttafólki. Hún flutti ræðu nú á borgarstjórnarfundi þar sem verið er að ræða málefni flóttafólks og hvað borgaryfirvöld geti lagt af mörkum í þeim efnum. Strax eftir ræðu sína, þar sem hún benti á mikilvægi þess að skoða allar hliðar málsins eins og til að mynda kostnað sem er samfara því að taka á móti flóttafólki, skaut hún inn niðurlagi hennar á Facebookvegg sinn, svohljóðandi: „Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir stuðningi (þörf á stuðningsfjölskyldum, liðveislu, tilsjón og fleira.) Þeir sem vilja virkja kærleikann og hjartahlýjuna strax geta boðið sig fram í það verkefni og afsalað sér endurgjaldi fyrir. Það geri ég hér og nú.“Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Ljóst er að Sveinbjörgu Birnu hefur verið órótt undir umræðu sem hefur verið efst á baugi á Íslandi undanfarna daga, varðandi ógnarástandið í Sýrlandi og þá að Íslendingar taki á móti flóttafólki þaðan. Þegar umræðan reis sem hæst á sunnudag sagði Sveinbjörg Birna á Facebooksíðu sinni: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“ Vísir reyndi þá að ná í oddvita Framsóknarflokksins í borginni, til að inna hana eftir því til hvers hún væri nákvæmlega að vísa, en án árangurs. Með ræðu sinni nú fyrir stundu ætti það þó að liggja fyrir: Sveinbjörg Birna telur að Íslendingar ættu að líta sér nær.Tillaga borgarstjórnarUmræðuefni borgarstjórnar nú er tillaga um viðræður við ríkisvaldið um móttöku flóttafólks, svohljóðandi: Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. ...Uppfært 16:36 Eftir að frétt þessi birtist setti Sveinbjörg Birna sig í samband við blaðamann og telur ekki nákvæmlega greint frá efni ræðu sinnar í púlti borgarstjórnar, og henni séu gerðar upp tilfinningar. Hún leggur áherslu á að ekki sé forgangsraðað, heldur þurfi að huga að öllum þáttum málsins. Hún setti svo þessi ummæli inn á Facebooksíðu sína sem viðbrögð við fréttinni og er blaðamanni ljúft og skylt að láta þau fylgja sögunni, enda hefur Vísir ekki áhuga á öðru en greina rétt frá, eins og kostur er:Hjartahlýja Íslendinga „Ég geri þá kröfu að mér séu ekki lögð orð í munn eða gerðar upp tilfinningar. Það er miður að blaðamaðurinn sé að gera mér upp tilfinningar um að mér hafi verið órótt undir umræðu um flóttamenn þessa helgi,“ segir Sveinbjörg Birna, og heldur svo áfram: „Mér var fullkunnugt um að það væri áhætta að fara upp í ræðustól í borgarstjórn í dag og ræða málin, en ég gerði það samt. Ég talaði um náungakærleik, um hjálpfýsi og hjartahlýju Íslendinga, ég talaði um kristin gildi, ég talaði um að við virðum mannslifið umfram allt annað og látum okkur þykja vænt um náungann. Ég talaði um að við þurfum að horfa til einstaklinga, barna og fjölskyldna. Að við þurfum að horfa til velferðarmála, kostnaðar, húsnæðismála og áskorun sveitafélaga, ríkisins og frjálsra félagasamtaka um að finna leiðir. Ég talaði um að stjórnmálaflokkar þyrftu allir að marka sér ítarlega stefnu í innflytjendamálum, því málefnið sé ekki að yfirgefa okkur þó svo að við hjálpum fólki. Ég hvatti fólk til að virkja strax kærleikann og aðstoða fjölskyldur (sem eru bæði íslenskar og erlendar) sem þurfa stuðning við hjá Velferðarsviði Reykjavikur og ég endaði ræðuna mína á tilvísun úr Spámanninum þar sem segir: "Til eru þeir sem gefa lítið af næktum sínum og þeir gefa til að láta þakka sér og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina" - þeir taka það til sín sem eiga það, en ég vona að við finnum sameiginlega lausn á vandanum til heilla fyrir land og þjóð.“Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista í...Posted by Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir on 1. september 2015
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira