Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. september 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira