Fyrrum fyrirliði Manchester United, Roy Keane, kom Hector Moreno, miðverði PSV Eindhoven, til varnar eftir að tækling Moreno leiddi til þess að Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, fótbrotnaði í leik liðanna á þriðjudaginn.
Louis Van Gaal var ósáttur með tæklinguna og taldi að réttast hefði verið að Moreno hefði fengið rautt spjald. Shaw gekkst undir aðgerð í gær og verður hann frá næstu mánuðina.
Stuðningsmenn Manchester United voru ósáttir að Moreno skyldi vera valinn maður leiksins eftir brotið en Keane var ánægður með miðvörðinn.
„Að mínu mati var þetta frábær tækling, þegar leikmenn eru á þessum hraða munu meiðsli eins og þessi gerast. Það kemur mér í raun á óvart að við sjáum ekki oftar meiðsli eins og þessi, á endanum var hann óheppinn. Það sést best í því að enginn leikmaður Manchester United brást við eins og þetta hefði verið einhver skelfileg tækling þegar þetta gerðist.“
Keane kemur Moreno til varnar: Þetta var frábær tækling

Tengdar fréttir

Luke Shaw fótbrotnaði í Eindhoven
Bakvörður Manchester United var tæklaður illa í vítateig PSV og verður ekki meira með á þessari leiktíð.

Luke Shaw fær kveðjur frá samherjum og öðrum fótboltamönnum á Twitter
Bakvörðurinn ungi sem hefur byrjað leiktíðina frábærlega fótbrotnaði í leik PSV og Manchester United í gærkvöldi.

Luke Shaw: Ég kem sterkari til baka
Bakvörður Manchester United þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter skömmu eftir að fótbrotna illa í Meistaradeildinni.

Shaw grét inn í klefa: „Þetta var mjög ljót tækling“
Bakvörðurinn tvíbrotnaði og fer í aðgerð þegar hann kemur heim til Manchester.