Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2015 08:46 Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi ísraelskar vörur var samþykkt af borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Innkaupadeild Reykjavíkuborgar mun setjast niður með borgarlögfræðingi í vikunni til undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. Það var Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem fékk þessa tillögu samþykkta en í greinargerð sem fylgir tillögu er ekki talað um útfærslur á þessari sniðgöngu. Því er ekki vitað á þessari stundu hversu langt Reykjavíkurborg mun ganga, hvort hún muni einungis sniðganga vörur sem framleiddar eru í Ísrael, eða hvort hún gangi lengra og sniðgangi einnig vörur sem hafa verið þróaðar í Ísrael, eru að hluta frá Ísrael eða frá fyrirtæki sem eru hliðholl Ísrael. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildarinnar, segir að þessi mál verði skoðuð í vikunni og gat því ekki tjáð sig um það á þessari stundu. Björk Vilhelmsdóttir segir þetta vera almenna viljayfirlýsingu sem eigi eftir að útfæra. „Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram,“ segir Björk og nefnir sem dæmi þær vörur sem sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu, BDS Ísland, hefur hingað til sniðgengið. Við minnum á að mikið er um ísraelskar vörur á Íslandi sem ekki eru endilega merktar með strikamerki ríkisins og því er...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Wednesday, September 16, 2015 Hún tekur fram að þessi viljayfirlýsing borgarstjórnar snúi einungis að vörukaupum en ekki þjónustu því Ísrael hefur innleitt þjónustutilskipun Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Hér má finna lista með vinsælum ísraelskum vörumerkjum. Vörurnar eru oftar en ekki unnar úr hráefnum frá herteknum svæð...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Tuesday, August 5, 2014 Verkfræðingurinn Tómas Hafliðason fer yfir þau áhrif sem þessi viljayfirlýsing getur haft á innkaup borgarinnar á bloggi sínu. Hann nefnir til sögunnar vörurnar sem eru sannarlega ísraelskar, eru framleiddar í Ísrael, eða framleiddar af fyrirtækjum sem hafa stutt Ísraelsríki með einhverjum hætti. Þau fyrirtæki sem hafa stutt Ísrael með einhverjum hætti, svo sem að halda áfram viðskiptum við landið þó svo að sett hafi verið viðsiptabann á það, eru Coca Cola, Pepsi Co. McDonalds, Siemens, Kimberley-Clark, Loréal, Revlon og Starbucks. Þá framleiðir matvælaframleiðandinn Nestlé einnig vörur í Ísrael og notar ísraelska framleiðslu í vörur frá sér. Á listanum yfir vörur frá Nestlé eru: Nescafé, Perrier, Vittel, Pure Life, Carnation, Libby´s, Miklmaid, Nesquik, Maggi, Buitoni, Cross & Blackwell, KitKat, Milkybar, Quality Street, Smarties, After Eight, Aero, Polo og Lion svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið Intel er einnig með verksmiðjur í Ísrael en örgjörvi fyrirtækisins er að finna í fjölda af PC tölvum sem og í tölvum frá Apple. Það á einnig við um HP-tölvur og IBM. Þá festi ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Industries Ltd. kaup á samheitalyfjahluta Allergan í sumar, en Allergan er móðurfyrirtæki Actavis á Íslandi.Líkt og fyrr segir er hefur þessi sniðganga Reykjavíkurborgar ekki verið útfærð og er ákvörðunar innkaupadeildar borgarinnar beðið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tækni Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 „Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01 Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. 16. september 2015 13:29 "Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Embættismaður Ísraelska utanríkisráðuneytisins telur ákvörðun borgarstjórnar einkennast af hreinræktuðu hatri 16. september 2015 16:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Innkaupadeild Reykjavíkuborgar mun setjast niður með borgarlögfræðingi í vikunni til undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. Það var Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem fékk þessa tillögu samþykkta en í greinargerð sem fylgir tillögu er ekki talað um útfærslur á þessari sniðgöngu. Því er ekki vitað á þessari stundu hversu langt Reykjavíkurborg mun ganga, hvort hún muni einungis sniðganga vörur sem framleiddar eru í Ísrael, eða hvort hún gangi lengra og sniðgangi einnig vörur sem hafa verið þróaðar í Ísrael, eru að hluta frá Ísrael eða frá fyrirtæki sem eru hliðholl Ísrael. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildarinnar, segir að þessi mál verði skoðuð í vikunni og gat því ekki tjáð sig um það á þessari stundu. Björk Vilhelmsdóttir segir þetta vera almenna viljayfirlýsingu sem eigi eftir að útfæra. „Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram,“ segir Björk og nefnir sem dæmi þær vörur sem sniðgönguhreyfing fyrir Palestínu, BDS Ísland, hefur hingað til sniðgengið. Við minnum á að mikið er um ísraelskar vörur á Íslandi sem ekki eru endilega merktar með strikamerki ríkisins og því er...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Wednesday, September 16, 2015 Hún tekur fram að þessi viljayfirlýsing borgarstjórnar snúi einungis að vörukaupum en ekki þjónustu því Ísrael hefur innleitt þjónustutilskipun Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins. Hér má finna lista með vinsælum ísraelskum vörumerkjum. Vörurnar eru oftar en ekki unnar úr hráefnum frá herteknum svæð...Posted by Við kaupum ekki vörur frá Ísrael on Tuesday, August 5, 2014 Verkfræðingurinn Tómas Hafliðason fer yfir þau áhrif sem þessi viljayfirlýsing getur haft á innkaup borgarinnar á bloggi sínu. Hann nefnir til sögunnar vörurnar sem eru sannarlega ísraelskar, eru framleiddar í Ísrael, eða framleiddar af fyrirtækjum sem hafa stutt Ísraelsríki með einhverjum hætti. Þau fyrirtæki sem hafa stutt Ísrael með einhverjum hætti, svo sem að halda áfram viðskiptum við landið þó svo að sett hafi verið viðsiptabann á það, eru Coca Cola, Pepsi Co. McDonalds, Siemens, Kimberley-Clark, Loréal, Revlon og Starbucks. Þá framleiðir matvælaframleiðandinn Nestlé einnig vörur í Ísrael og notar ísraelska framleiðslu í vörur frá sér. Á listanum yfir vörur frá Nestlé eru: Nescafé, Perrier, Vittel, Pure Life, Carnation, Libby´s, Miklmaid, Nesquik, Maggi, Buitoni, Cross & Blackwell, KitKat, Milkybar, Quality Street, Smarties, After Eight, Aero, Polo og Lion svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið Intel er einnig með verksmiðjur í Ísrael en örgjörvi fyrirtækisins er að finna í fjölda af PC tölvum sem og í tölvum frá Apple. Það á einnig við um HP-tölvur og IBM. Þá festi ísraelski samheitalyfjarisinn Teva Pharmaceutical Industries Ltd. kaup á samheitalyfjahluta Allergan í sumar, en Allergan er móðurfyrirtæki Actavis á Íslandi.Líkt og fyrr segir er hefur þessi sniðganga Reykjavíkurborgar ekki verið útfærð og er ákvörðunar innkaupadeildar borgarinnar beðið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tækni Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 „Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01 Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. 16. september 2015 13:29 "Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Embættismaður Ísraelska utanríkisráðuneytisins telur ákvörðun borgarstjórnar einkennast af hreinræktuðu hatri 16. september 2015 16:48 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
„Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01
Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. 16. september 2015 13:29
"Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Embættismaður Ísraelska utanríkisráðuneytisins telur ákvörðun borgarstjórnar einkennast af hreinræktuðu hatri 16. september 2015 16:48