Vill að Ísland bregðist strax við flóttamannavanda: „Eftir hverju erum við að bíða?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. september 2015 15:43 Katrín er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/GVA „Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Eftir hverju erum við að bíða?“ spurði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún ávarpaði þingheim í dag en spurning hennar vísaði til aðgerða Íslands þegar kemur að flóttamannavandanum. „Fólk er orðið óþreyjufullt eftir aðgerðum eins og við,“ sagði Katrín. „Ég skil ekki af hverju þetta mál þarf að vera í nefndum og svo langri ákvarðanatöku þegar við erum með á annan tug sveitarfélaga sem eru tilbúin til að taka á móti flóttamönnum.“ Ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda var skipuð fyrir tveimur vikum síðan en ekkert hefur bólað á niðurstöðum enda var nefndinni gert að skoða málin í heild sinni. Hún átti að fjalla um stöðu málaflokksins, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. „Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum,“ sagði í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins í byrjun september. Katrín sagðist þakklát fyrir þverpólitíska samstöðu um málið. „Við erum öll full af miklum vilja og þörf til að grípa inn í og hjálpa við þær aðstæður sem blasa við okkur.“ Hún sagði kröfuna um aðgerð þaðan sprottna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti einnig ríkisstjórnina til að taka ákvörðun í málinu, Bjarkey Olsen ræddi einnig flóttamannavandann og fleiri þingmenn.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira