Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 13:29 Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, segir innkaupabannið í andstöðu við stjórnarskrána. vísir Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael eftir að síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn þess efnis var samþykkt í gær. Tillagan snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. „Sveitarfélög eru stjórnvöld og þau mega bara framkvæma það sem þeim er falið með lögum. Degi B. Eggertssyni og Reykjavíkurborg hefur ekki verið falið utanríkismál eða það að ákveða viðskiptaþvinganir gegn erlendum ríkjum. Þannig að þeir eru komnir langt út fyrir hlutverk sitt sem sveitarfélag. Auk þess gæti ekki einu sinni ríkisstjórn tekið svona ákvörðun, það þyrfti heimild frá Alþingi.“ Einar segir borgina ekki geta skýlt sér á bak við aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eða ástandið í Mið-Austurlöndum; Reykjavíkuborg hafi hreinlega ekki heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. „Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána. Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýðir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun. Þetta er öldungis sambærilegt við það að mismuna fólki eftir þyngd eða litarhætti.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael eftir að síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn þess efnis var samþykkt í gær. Tillagan snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. „Sveitarfélög eru stjórnvöld og þau mega bara framkvæma það sem þeim er falið með lögum. Degi B. Eggertssyni og Reykjavíkurborg hefur ekki verið falið utanríkismál eða það að ákveða viðskiptaþvinganir gegn erlendum ríkjum. Þannig að þeir eru komnir langt út fyrir hlutverk sitt sem sveitarfélag. Auk þess gæti ekki einu sinni ríkisstjórn tekið svona ákvörðun, það þyrfti heimild frá Alþingi.“ Einar segir borgina ekki geta skýlt sér á bak við aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eða ástandið í Mið-Austurlöndum; Reykjavíkuborg hafi hreinlega ekki heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. „Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána. Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýðir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun. Þetta er öldungis sambærilegt við það að mismuna fólki eftir þyngd eða litarhætti.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59