Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. september 2015 11:03 Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. Vísir/GVA/Valli „Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015 Flóttamenn Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015
Flóttamenn Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira