Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2015 10:28 Björk og Sigríður Ingibjörg virðast samkvæmt nýjustu fréttum veriða pólitískir andstæðingar. Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira