Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2015 13:22 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“ Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“
Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05
Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00
Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23