Barnakvikmyndahátíð hefst í dag Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. september 2015 10:00 Thelma Marín Jónsdóttir leiðir börnin í gegnum dagskránna á Barnakvikmyndahátíðinni. Vísir/Valli „Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira