Risarnir molnuðu ekki í fjórða leikhluta | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 12:00 New York Giants slapp við að tapa þriðja leiknum í röð í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gær, en liðið lagði Washington Redskins að velli, 32-21, í leik innan austurriðils Þjóðardeildarinnar Giants var 18-6 yfir fyrir fjórða leikhlutann, en í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins misstu Risarnir niður forskot í fjórða leikhlutanum og töpuðu. Washington kom sterkt til leiks í fjórða leikhluta og skoraði tvö snertimörk, en það gerði Giants líka og innbyrti mikilvægan sigur. Eli Manning, leikstjórnandi Giants, kláraði 23 sendingar af 32 sem skiluðu 279 kastjörum og tveimur snertimörkum.Kevin Durant, leikmaður OKC Thunder í NBA, er frá Washington og var mættur til að styðja sína menn.vísir/gettyÞað síðara, sem ofurstjörnu útherjinn Odell Beckham Jr. skoraði, í fjórða leikhluta gekk frá leiknum. Beckham Jr. greip sjö bolta líkt og Rueben Randle sem skoraði einnig snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington, var í allskonar vandræðum í leiknum eins og hann er oft á móti New York og kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér. Bæðin liðin eru búin að vinna einn leik og tapa tveimur. Þriðja leikvika NFL-deildarinnar heldur áfram á sunnudaginn, en þá sýnir Stöð 2 Sport viðureign Seattle Seahawks og Chicago Bears.Hér má sjá það helsta úr leiknum í nótt. NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
New York Giants slapp við að tapa þriðja leiknum í röð í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gær, en liðið lagði Washington Redskins að velli, 32-21, í leik innan austurriðils Þjóðardeildarinnar Giants var 18-6 yfir fyrir fjórða leikhlutann, en í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins misstu Risarnir niður forskot í fjórða leikhlutanum og töpuðu. Washington kom sterkt til leiks í fjórða leikhluta og skoraði tvö snertimörk, en það gerði Giants líka og innbyrti mikilvægan sigur. Eli Manning, leikstjórnandi Giants, kláraði 23 sendingar af 32 sem skiluðu 279 kastjörum og tveimur snertimörkum.Kevin Durant, leikmaður OKC Thunder í NBA, er frá Washington og var mættur til að styðja sína menn.vísir/gettyÞað síðara, sem ofurstjörnu útherjinn Odell Beckham Jr. skoraði, í fjórða leikhluta gekk frá leiknum. Beckham Jr. greip sjö bolta líkt og Rueben Randle sem skoraði einnig snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington, var í allskonar vandræðum í leiknum eins og hann er oft á móti New York og kastaði boltanum tvisvar sinnum frá sér. Bæðin liðin eru búin að vinna einn leik og tapa tveimur. Þriðja leikvika NFL-deildarinnar heldur áfram á sunnudaginn, en þá sýnir Stöð 2 Sport viðureign Seattle Seahawks og Chicago Bears.Hér má sjá það helsta úr leiknum í nótt.
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira