Halldór: Gæfumst líklega upp ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. september 2015 22:31 Halldór Jóhann ræddi hlutina við fjölmiðla í leikslok. vísir/anton „Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.”Getum ekki breytt því sem er búið að gerast „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
„Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.”Getum ekki breytt því sem er búið að gerast „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira