Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2015 14:37 Höskuldur Þórhallsson vísir/daníel Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06
Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09