Rami Abdel Rahman, framkvæmdastjóri eftirlitssamtakanna Syrian Observatory for Human Rights, segir í samtali við AFP fréttaveituna að loftárásir stjórnarhersins hafi einnig orðið mun nákvæmari að undanförnu.
SOHR reka umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi sem koma úr nánast öllum geirum.
Heimildarmenn AFP segja einnig að Rússar hafi sent sérfræðinga til Sýrlands sem vinna að þjálfun hermanna í notkun nýrra vopna sem þeim hefur borist. Þá sérstaklega í notkun nýrra skriðdreka og skammdræg loftvarnakerfi.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, komust að samkomulagi í gær um að samræma hernaðaraðgerðir í Sýrlandi.
Á vef Al-Jazeera segir að samkomulaginu og samræmingunni sé ætlað að koma í veg fyrir að hermenn ríkjanna skiptist óvart á skotum. Ísraelar gera reglulega loftárásir í Sýrlandi sem beinast gegn Hezbollah samtökunum sem styðja Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.