Aukafundur verður í borgarstjórn í dag þar sem tillögur minnihluta annars vegar og meirihlutans hins vegar um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar frá því í síðustu viku, um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar, verður til umræðu.
Tillögurnar eru samhljóða.
Fundurinn var haldinn að beiðni borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og er tillaga flokksins og Framsóknarflokks um afturköllun fyrsta mál á dagskrá. Næsta mál, og það síðasta, á dagskrá er síðan samhljóða tillaga meirihlutans um afturköllun. Fundurinn hefst klukkan fimm.
Sniðgöngusamþykktin dregin til baka í dag

Tengdar fréttir

Segir Ísraelstillögu samþykkta óútfærða því Björk var að hætta
Dagur B. Eggertsson telur að eðlilegt hefði verið að útfæra um sniðgöngu á ísraelskum vörum áður en málið var samþykkt í borgarstjórn.

Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína
Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum.

Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga
Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum.

Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar
"Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“

Engin sniðganga í Reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð.