Liðhlaupar ISIS lýsa reynslu sinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. september 2015 07:00 Tveir þeirra sem flúðu frá Íslamska ríkinu, Þjóðverjarnir Ayoub B. og Ebrahim Hadj B., hylja andlit sín við réttarhöld í Þýskalandi. vísir/epa Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum. Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira