Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. september 2015 07:00 Svokölluð leikfangaganga sem farin er í Gvatemala árlega vegna týndra barna. Foreldrar og aðstandendur krefjast aðgerða gegn mannránum og mansali barna. Vísir/EPA Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“ Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir lítinn stuðning við málaflokkinn. Tekið er fram í skýrslunni að hér á landi skorti þjálfun til þess að greina mansal í hópi vegalausra barna og hælisleitenda. Þá skorti sérhæfða þjónustu til barna og karla sem eru grunuð fórnarlömb mansals.Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir í sumum tilfellum gripið til þess að framvísa röngum gögnum til þess að hjálpa börnum til landsins úr erfiðum aðstæðum. Fréttablaðið/StefánFólk getur hafnað DNA-greiningu Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir lögreglu og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart þegar grunur vaknar um að vegalaus börn séu flutt til landsins án fjölskyldutengsla. Stofnunin sjálf getur kallað fólk í viðtal og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika. Fólki er hins vegar ekki skylt að gangast undir slík próf og getur hafnað slíkri beiðni. Í þeim tilfellum þarf lögregla að fylgja eftir óskum um DNA-greiningu. „Útlendingastofnun hefur haft samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld þegar stofnunina grunar að aðstæður barns séu ekki eins og framlögð gögn bera með sér. Jafnframt þegar börn eru vegalaus, þ.e. án forsjáraðila. Útlendingastofnun hefur jafnframt kallað fólk í viðtöl og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika.“Röngum gögnum framvísað til að hjálpa börnum Þorsteinn segir ekki hafa verið staðfest í neinu máli að börn hafi verið flutt til landsins til nýtingar af einhverju tagi. Hins vegar hafi verið staðfest að börn hafi verið flutt til landsins á grundvelli rangra upplýsinga. Til dæmis rangra forsjárgagna eða fæðingarvottorða. Þá segir hann að það hafi komið upp mál þar sem ljóst sé að gripið hefur verið til þessara ráða til að bjarga börnum úr erfiðum aðstæðum. „Ekki er alltaf grunur um misnotkun eða nýtingu á börnunum. Það hafa komið upp mál þar sem aðstæður eru þannig að frekar sé verið að hjálpa börnunum eða verið sé að reyna að komast fram hjá reglum um ættleiðingar. Útlendingastofnun leggur alltaf áherslu á að fullnægjandi gögn þurfa að vera til staðar í öllum málum og sérstaklega í málum barna. Ekki er öruggt að þeir sem hafa lögformlega forsjá yfir barni erlendis hafi gefið samþykki sitt þó að barn dveljist hjá ættingjum hér á landi. Því er afar mikilvægt að fullnægjandi gögn séu alltaf lögð fram í málum barna og að vandað sé til yfirferðar umsókna.“Barnaverndaryfirvöld fá forsjá barnanna Þegar kviknar grunur um að vegalaus börn dveljist hér á landi hefur barnavernd hlutast til um vistun barnsins og getur sótt um dvalarleyfi fyrir þeirra hönd. „Þegar ljóst er að þeir aðilar sem flutt hafa barnið hingað til lands eru ekki með lögformlega forsjá verða barnaverndaryfirvöld að taka forsjána yfir. Útlendingastofnun vísar frá dvalarleyfisumsóknum fyrir börn þegar sá sem leggur fram umsóknina hefur ekki til þess lögformlega heimild. Því er mikilvægt að barnaverndaryfirvöld bregðist skjótt við svo unnt sé að veita börnum í þessari stöðu dvalarleyfi á meðan verið er að vinna í málum þeirra hjá stjórnvöldum.“Skortur á fræðslu og þjálfun Þorsteinn segir hingað til hafi skort viðunandi fræðslu og þjálfun í málaflokknum. Það helgist fyrst og fremst af fjárskorti. „Fræðsla sem fræðsluhópur á vegum innanríkisráðuneytisins hefur sinnt síðustu mánuði hefur þó skilað gríðarlegum árangri og er ljóst að sú mikla vitundarvakning er að stærstum hluta að þakka þeim einstaklingum sem þar fara fremstir í flokki.“Mögulegar ástæður þess að börnum er smyglað til landsinsÖrþrifaráð til þess að koma börnum úr erfiðum aðstæðum í heimalandinuÓlögleg ættleiðingTil þess að selja þau í vændiTil þess að nýta þau í vinnuTil hagnýtingar í aðrar tegundir mansals; peningaþvætti og fíkniefnainnflutning*Heimild: Unicef: Understanding the causes of child trafficking as a precondition for preventionJohn Kerry.vísir/apHvað ef þetta væri einhver þér nákominn?John Kerry kynnti nýja skýrslu um mansal í heiminum þann 27. júlí sl. Við það tækifæri minnti hann á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“Í skýrslunni eru gerðar athugasemdir við framkvæmd aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Þá er sérstaklega tekið fram að það skorti úrræði fyrir fórnarlömb mansals á barnsaldri og þekkingu til þess að bera kennsl á þau. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“ Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir lítinn stuðning við málaflokkinn. Tekið er fram í skýrslunni að hér á landi skorti þjálfun til þess að greina mansal í hópi vegalausra barna og hælisleitenda. Þá skorti sérhæfða þjónustu til barna og karla sem eru grunuð fórnarlömb mansals.Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir í sumum tilfellum gripið til þess að framvísa röngum gögnum til þess að hjálpa börnum til landsins úr erfiðum aðstæðum. Fréttablaðið/StefánFólk getur hafnað DNA-greiningu Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir lögreglu og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart þegar grunur vaknar um að vegalaus börn séu flutt til landsins án fjölskyldutengsla. Stofnunin sjálf getur kallað fólk í viðtal og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika. Fólki er hins vegar ekki skylt að gangast undir slík próf og getur hafnað slíkri beiðni. Í þeim tilfellum þarf lögregla að fylgja eftir óskum um DNA-greiningu. „Útlendingastofnun hefur haft samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld þegar stofnunina grunar að aðstæður barns séu ekki eins og framlögð gögn bera með sér. Jafnframt þegar börn eru vegalaus, þ.e. án forsjáraðila. Útlendingastofnun hefur jafnframt kallað fólk í viðtöl og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika.“Röngum gögnum framvísað til að hjálpa börnum Þorsteinn segir ekki hafa verið staðfest í neinu máli að börn hafi verið flutt til landsins til nýtingar af einhverju tagi. Hins vegar hafi verið staðfest að börn hafi verið flutt til landsins á grundvelli rangra upplýsinga. Til dæmis rangra forsjárgagna eða fæðingarvottorða. Þá segir hann að það hafi komið upp mál þar sem ljóst sé að gripið hefur verið til þessara ráða til að bjarga börnum úr erfiðum aðstæðum. „Ekki er alltaf grunur um misnotkun eða nýtingu á börnunum. Það hafa komið upp mál þar sem aðstæður eru þannig að frekar sé verið að hjálpa börnunum eða verið sé að reyna að komast fram hjá reglum um ættleiðingar. Útlendingastofnun leggur alltaf áherslu á að fullnægjandi gögn þurfa að vera til staðar í öllum málum og sérstaklega í málum barna. Ekki er öruggt að þeir sem hafa lögformlega forsjá yfir barni erlendis hafi gefið samþykki sitt þó að barn dveljist hjá ættingjum hér á landi. Því er afar mikilvægt að fullnægjandi gögn séu alltaf lögð fram í málum barna og að vandað sé til yfirferðar umsókna.“Barnaverndaryfirvöld fá forsjá barnanna Þegar kviknar grunur um að vegalaus börn dveljist hér á landi hefur barnavernd hlutast til um vistun barnsins og getur sótt um dvalarleyfi fyrir þeirra hönd. „Þegar ljóst er að þeir aðilar sem flutt hafa barnið hingað til lands eru ekki með lögformlega forsjá verða barnaverndaryfirvöld að taka forsjána yfir. Útlendingastofnun vísar frá dvalarleyfisumsóknum fyrir börn þegar sá sem leggur fram umsóknina hefur ekki til þess lögformlega heimild. Því er mikilvægt að barnaverndaryfirvöld bregðist skjótt við svo unnt sé að veita börnum í þessari stöðu dvalarleyfi á meðan verið er að vinna í málum þeirra hjá stjórnvöldum.“Skortur á fræðslu og þjálfun Þorsteinn segir hingað til hafi skort viðunandi fræðslu og þjálfun í málaflokknum. Það helgist fyrst og fremst af fjárskorti. „Fræðsla sem fræðsluhópur á vegum innanríkisráðuneytisins hefur sinnt síðustu mánuði hefur þó skilað gríðarlegum árangri og er ljóst að sú mikla vitundarvakning er að stærstum hluta að þakka þeim einstaklingum sem þar fara fremstir í flokki.“Mögulegar ástæður þess að börnum er smyglað til landsinsÖrþrifaráð til þess að koma börnum úr erfiðum aðstæðum í heimalandinuÓlögleg ættleiðingTil þess að selja þau í vændiTil þess að nýta þau í vinnuTil hagnýtingar í aðrar tegundir mansals; peningaþvætti og fíkniefnainnflutning*Heimild: Unicef: Understanding the causes of child trafficking as a precondition for preventionJohn Kerry.vísir/apHvað ef þetta væri einhver þér nákominn?John Kerry kynnti nýja skýrslu um mansal í heiminum þann 27. júlí sl. Við það tækifæri minnti hann á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“Í skýrslunni eru gerðar athugasemdir við framkvæmd aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Þá er sérstaklega tekið fram að það skorti úrræði fyrir fórnarlömb mansals á barnsaldri og þekkingu til þess að bera kennsl á þau.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira