Tryggvi Gunnar Hansen hefur búið í tjaldi í újaðri Reykjavíkur undanfarna mánuði. Ísland í dag heimsótti Tryggva í dag og fékk að forvitnast um lifnaðarhætti hans og lífssýn.

Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana.
„Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri.