Í stiklunni má sjá að kvikmyndagerðarmaðurinn hefur leitað fanga víða um land vegna myndarinnar. Eins og flestir vita er það skylda að læra að synda í skóla en í stiklunni kemur meðal annars fram að um aldamótin 1900 hafi aðeins 1 prósent þjóðarinnar kunnað að synda.
Stikluna má sjá hér að neðan en tónlistin er eftir Ragnar Zolberg.