Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 20:11 Brúin hefur verið lokuð. vísir/kmu Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28