Emmsjé Gauti verður kynnir í Ísland Got Talent: Ætlar beint í ræktina til líta vel út á skjánum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2015 13:54 Auðunn Blöndal verður ekki kynnir í Ísland Got Talent. vísir Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, verður kynnir í þriðju þáttaröð Ísland got Talent sem fer í sýningar í vetur á Stöð 2. „Þetta byrjar á því að vinkona mín segir við mig að Jón Gnarr sé að fara hringja í mig með erindi útaf Ísland Got Talent, sem var mjög gott að fá að vita fyrirfram annars hefði ég alltaf haldið að um símahrekk væri að ræða,“ segir Gauti um þetta nýja hlutverk sem hann er að fara taka að sér. Miklar breytingar hafa verið gerðar á þættinum en búið að er skipta út allri dómnefndinni og nú er það orðið ljóst að nýr kynnir verður á sviðinu í vetur. Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í þessu hlutverki en Gauti Þeyr kemur inn í hans stað. „Í fyrstu hljómar þessi hugmynd frekar brengluð, að ég sé kynnir í Ísland Got Talent en síðan þegar ég fór að hugsa þetta betur þá held ég að þetta sé bara mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég hef alveg tekið að mér nokkur svona kynnastörf en þetta er það langstærsta.“ Áður hafði verið greint frá því að Dr. Gunni, Ágústa Eva, Jakob Frímann og Marta María verði í dómnefndinni. Gauti segist vera búinn að hengja upp um tuttugu myndir af Auðunni Blöndal útum allt heima hjá sér. „Ég er dálítið mikið að stúdera Audda núna og hringi sennilega í hann og fæ einhver ráð frá honum. Ég sagði síðan við Jón [Gnarr] að ég þyrfti að fá einkaþjálfara af því að ég ætla vera alveg ógeðslega massaður í sjónvarpinu. Núna ætla ég að fara í Hot Yoga svona tvisvar á dag og lyfta mjög þungum lóðum alla daga og mæta síðan alveg kafmassaður. Ég ætla ekki einu sinni að passa á Ísland Got Talent plakatið, ég ætla vera svo stór.“ Hann segir að vissulega sé þetta alveg nýtt fyrir hann en þetta hljómi eins og rosalega skemmtilegt verkefni. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, verður kynnir í þriðju þáttaröð Ísland got Talent sem fer í sýningar í vetur á Stöð 2. „Þetta byrjar á því að vinkona mín segir við mig að Jón Gnarr sé að fara hringja í mig með erindi útaf Ísland Got Talent, sem var mjög gott að fá að vita fyrirfram annars hefði ég alltaf haldið að um símahrekk væri að ræða,“ segir Gauti um þetta nýja hlutverk sem hann er að fara taka að sér. Miklar breytingar hafa verið gerðar á þættinum en búið að er skipta út allri dómnefndinni og nú er það orðið ljóst að nýr kynnir verður á sviðinu í vetur. Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í þessu hlutverki en Gauti Þeyr kemur inn í hans stað. „Í fyrstu hljómar þessi hugmynd frekar brengluð, að ég sé kynnir í Ísland Got Talent en síðan þegar ég fór að hugsa þetta betur þá held ég að þetta sé bara mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég hef alveg tekið að mér nokkur svona kynnastörf en þetta er það langstærsta.“ Áður hafði verið greint frá því að Dr. Gunni, Ágústa Eva, Jakob Frímann og Marta María verði í dómnefndinni. Gauti segist vera búinn að hengja upp um tuttugu myndir af Auðunni Blöndal útum allt heima hjá sér. „Ég er dálítið mikið að stúdera Audda núna og hringi sennilega í hann og fæ einhver ráð frá honum. Ég sagði síðan við Jón [Gnarr] að ég þyrfti að fá einkaþjálfara af því að ég ætla vera alveg ógeðslega massaður í sjónvarpinu. Núna ætla ég að fara í Hot Yoga svona tvisvar á dag og lyfta mjög þungum lóðum alla daga og mæta síðan alveg kafmassaður. Ég ætla ekki einu sinni að passa á Ísland Got Talent plakatið, ég ætla vera svo stór.“ Hann segir að vissulega sé þetta alveg nýtt fyrir hann en þetta hljómi eins og rosalega skemmtilegt verkefni.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00