Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. október 2015 15:33 Brúnni yfir Eldvatn hefur verið lokað. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. „Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust. Við viljum benda þeim sem þurfa að fara um Skaftártungur að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu,“ stendur í færslu lögreglunnar á Facebook. „Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þetta gerðist tiltölulega hratt hérna í dag.“ Hann sér ekki fram á fleiri lokanir í bili. Sveinn segir rennsli vera að aukast úti á hrauninu en að hlaupið sé sjálft í rénun. „Það hefur allt gengið eins og í sögu hingað til. Fólk er mikið að koma að kíkja á þetta en það fer varlega,“ segir hann spurður um hvort nokkur hafi stefnt sér í hættu til að skoða beljandi fljótið. Hann vill beina því til allra sem á faraldsfæti eru að fara varlega um svæðið. Mikill straumur ferðamanna var niður að Eldvatni í gær. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, October 3, 2015 Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. „Svo virðist sem undirstöður brúarinnar hafi veikst töluvert undanfarnar klukkustundir, þannig að brúin er ekki lengur traust. Við viljum benda þeim sem þurfa að fara um Skaftártungur að opið er um afleggjarann við Laufskálavörðu,“ stendur í færslu lögreglunnar á Facebook. „Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þetta gerðist tiltölulega hratt hérna í dag.“ Hann sér ekki fram á fleiri lokanir í bili. Sveinn segir rennsli vera að aukast úti á hrauninu en að hlaupið sé sjálft í rénun. „Það hefur allt gengið eins og í sögu hingað til. Fólk er mikið að koma að kíkja á þetta en það fer varlega,“ segir hann spurður um hvort nokkur hafi stefnt sér í hættu til að skoða beljandi fljótið. Hann vill beina því til allra sem á faraldsfæti eru að fara varlega um svæðið. Mikill straumur ferðamanna var niður að Eldvatni í gær. Nokkuð hefur dregið úr rennsli Skaftár við Sveinstind og við Eldvatn við Ása. Rennsli er þó víða enn mikið í Skaftá og flóðið breiðir úr sér. Lögreglumenn skoðuð svæðið í morgun til að meta stöðuna. Vegagerðin hefur ákveðið að loka brúnni yfir Eldvatn, við Ása ótímabundið fyrir alla umferð, akandi og gangandi. Svo vir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, October 3, 2015
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2 Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 2. október 2015 16:47