Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2015 13:03 „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
„Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið