Brady náði fram hefndum gegn Colts Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2015 20:30 Brady er hér hampað af liðsfélaga í nótt. vísir/getty Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira