Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn Óli Kristján Ármannsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. október 2015 07:00 Samninganefnd ríkisins með formanninn, Gunnar Björnsson, í fararbroddi mætir til fundar við samninganefnd SFR, LL og SLFÍ hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Vísir/GVA Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira