Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2015 19:45 Úr þjálfunarbúðum sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30
Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43
Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00
Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30