Rut: Komum ákveðnari til leiks á morgun Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:00 Rut í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Valli „Við ætlum okkur að gera betur en í leiknum á fimmtudaginn, það er margt sem við getum gert betur og við ætlum okkur að koma mun ákveðnari til leiks á sunnudaginn,“ sagði Rut Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir æfingu í dag en liðið á leik gegn Þýskalandi á morgun. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes á fimmtudaginn en sóknarleikur liðsins var ekki nægilega góður í leiknum. „Við spiluðum fína vörn, sérstaklega í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var augljóslega ekki nægilega góður. Við áttum erfitt með að komast í gegn um vörn franska liðsins, þær spiluðu framarlega ólíkt því sem Þýskaland gerir. Við þurfum að reyna að keyra upp meiri hraða í sóknarleiknum á morgun.“ Rut vonaðist til þess að með betri varnarleik fengi íslenska liðið fleiri auðveld mörk. „Það var ekki nægilega mikil markvarsla gegn Frökkum útaf vörninni, við vorum að missa þær of mikið í gegn og fyrir vikið fengum við engin hraðaupphlaup og við þurfum að fá hraðaupphlaupsmörk. Það gefur svo mikið fyrir liðið og alla að fá hraðaupphlaupsmörk.“ Rut telur að þýska liðið henti því íslenska jafnvel betur. „Þær eru stórar og sterkar eins og franska liðið en ekki jafn snöggar og treysta meira á skytturnar. Við erum flestar frekar hraðar á fótunum og við náðum ekki að nýta það gegn Frakklandi en við getum vonandi nýtt okkur það á morgun.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þurfum að laga sóknina Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. 10. október 2015 07:00 Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. 8. október 2015 19:34 Tíu marka tap í Frakklandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag. 8. október 2015 18:20 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
„Við ætlum okkur að gera betur en í leiknum á fimmtudaginn, það er margt sem við getum gert betur og við ætlum okkur að koma mun ákveðnari til leiks á sunnudaginn,“ sagði Rut Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir æfingu í dag en liðið á leik gegn Þýskalandi á morgun. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes á fimmtudaginn en sóknarleikur liðsins var ekki nægilega góður í leiknum. „Við spiluðum fína vörn, sérstaklega í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var augljóslega ekki nægilega góður. Við áttum erfitt með að komast í gegn um vörn franska liðsins, þær spiluðu framarlega ólíkt því sem Þýskaland gerir. Við þurfum að reyna að keyra upp meiri hraða í sóknarleiknum á morgun.“ Rut vonaðist til þess að með betri varnarleik fengi íslenska liðið fleiri auðveld mörk. „Það var ekki nægilega mikil markvarsla gegn Frökkum útaf vörninni, við vorum að missa þær of mikið í gegn og fyrir vikið fengum við engin hraðaupphlaup og við þurfum að fá hraðaupphlaupsmörk. Það gefur svo mikið fyrir liðið og alla að fá hraðaupphlaupsmörk.“ Rut telur að þýska liðið henti því íslenska jafnvel betur. „Þær eru stórar og sterkar eins og franska liðið en ekki jafn snöggar og treysta meira á skytturnar. Við erum flestar frekar hraðar á fótunum og við náðum ekki að nýta það gegn Frakklandi en við getum vonandi nýtt okkur það á morgun.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þurfum að laga sóknina Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. 10. október 2015 07:00 Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. 8. október 2015 19:34 Tíu marka tap í Frakklandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag. 8. október 2015 18:20 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Þurfum að laga sóknina Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. 10. október 2015 07:00
Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. 8. október 2015 19:34
Tíu marka tap í Frakklandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag. 8. október 2015 18:20