Hrafn: Strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 21:53 Hrafn Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton brink Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira